133. löggjafarþing — 61. fundur,  29. jan. 2007.

vatnsréttindi vegna Búrfellsvirkjunar.

415. mál
[17:14]
Hlusta

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þetta eru eðlilegar spurningar sem hv. þingmaður spyr. Málið var ekki afgreitt á síðasta þingi. Í millitíðinni hefur það gerst að ríkið keypti meðeigendur sína út úr félaginu. Þá hafa menn auðvitað velt því fyrir sér hvort hægt sé að fara einhverja aðra leið. Niðurstaðan er sú að þetta sé eðlilegasta leiðin þrátt fyrir þær breytingar sem orðið hafa frá þinginu í fyrra.