133. löggjafarþing — 61. fundur,  29. jan. 2007.

vatnsréttindi vegna Búrfellsvirkjunar.

415. mál
[18:33]
Hlusta

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég man ekki eftir því áður að þingmenn hafi komið í ræðustól á Alþingi og talað um lög frá Alþingi sem pappírsgerning, eins og hv. þingmaður gerði í máli sínu. En hvað varðar spurningu hans þá tel ég að í henni felist ákveðinn útúrsnúningur og ég get ekki fallist á sjónarmið hans í því.