133. löggjafarþing — 61. fundur,  29. jan. 2007.

samkeppnislög.

522. mál
[20:52]
Hlusta

viðskiptaráðherra (Jón Sigurðsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ummæli hæstv. fjármálaráðherra eins og ummæli mín í fjölmiðlum undanfarna daga miðast við það að Samkeppniseftirlitið er að skoða samkeppnisaðstæður, samkeppnishætti á smásölumarkaði, sem er auðvitað mjög mikilvægt mál sem verður ekki lokið á einni eða tveimur vikum heldur er hluti af stöðugri endurskoðun samkeppnisréttarins. Ég vil leiðrétta þann misskilning að það geti orðið um slíkt að ræða að breyting á skattlagningu á vöruverði gufi upp í öðrum hækkunum. Virðisaukaskatturinn hefur algera sérstöðu í verði vörunnar og það þýðir ekkert fyrir fyrirtækin, verslanir eða aðra að fela aðrar breytingar í því þegar breyting verður á skattlagningu. Það er algjörlega allt annars eðlis og kemur ekki til mála.