133. löggjafarþing — 61. fundur,  29. jan. 2007.

samkeppnislög.

522. mál
[21:11]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Það var einmitt málið. Margir töldu þetta ákvæði vera tómt vegna þess að menn gætu aldrei beitt því. Það er ekki sök í sjálfu sér að verða stór. Það er ekki sök. Sök er að misnota aðstöðu sína. Það er jafnsekt eftir sem áður. Það er heimilt að refsa fyrir það í dag eftir sem áður. Það er eingöngu misneytingin á styrk sem er saknæm. En það var ekki þannig í þessu ákvæði. Eingöngu aðstæðurnar var nóg til þess að samkeppnisyfirvöld gátu gripið inn í dæmið, eingöngu aðstæðurnar. Ef einhver var orðinn ríkjandi þó hann hafi ekki misneytt í einu einasta tilfelli og væri með ódýrasta verðlag og allt slíkt þá var hægt að beita lögunum þannig að það mætti skipta því upp, þó engin misneyting ætti sér stað. Þess vegna töldu menn að þetta ákvæði væri hvort sem er tómt, að menn gætu aldrei beitt því.

Hitt, að menn misnoti styrk sinn eða fákeppni, er eftir sem áður saknæmt og hefur verið.