133. löggjafarþing — 63. fundur,  31. jan. 2007.

fyrirspurnir á dagskrá.

[14:09]
Hlusta

Forseti (Jón Kristjánsson):

Ég vil taka það fram að ég er þeirrar skoðunar að þingmenn og ráðherrar eigi að láta þingstörfin ganga fyrir en auðvitað geta verið önnur lögmæt skyldustörf. Að öllu jöfnu og ekki síst núna þegar fer að líða á þingið vil ég beina því til allra sem hér eiga sæti að láta þingið sitja fyrir.

Varðandi fyrirspurnirnar er sjálfsagt mál að halda pressunni í því. Mér er það kunnugt frá því að ég sat í ríkisstjórn að skrifstofa þingsins hafði oft samband við ráðuneytin út af þessu einmitt. Það er sjálfsagt að gera það og taka við þeim ábendingum.