133. löggjafarþing — 63. fundur,  31. jan. 2007.

loftslagsmál.

293. mál
[14:51]
Hlusta

Jóhann Ársælsson (Sf):

Hæstv. forseti. Hæstv. umhverfisráðherra forðaðist að tala um raunverulega aðalmálið. Það eru ákvarðanir ríkisstjórnarinnar og stefnan, sem í framkvæmd felst í því að vísa því til sveitarfélaganna í landinu hvort hér verði byggðar nýjar álbræðslur. Nú er að fara fram kosning í Hafnarfirði um það hvort eigi að byggja upp álbræðslu þar. Sveitarfélagið á Reykjanesi hefur tekið ákvörðun um að það eigi að byggja álbræðslu þar. Það eru engin tæki í höndum stjórnvalda til að stjórna því eins er, hvort af þessum bræðslum verður eða þeirri þriðju, norður í landi. Er þetta ekki stefnan í raun og veru? Ég held að það sé ekki hægt að orða hana betur en þetta. Hún er fólgin í því að vísa því til Hafnarfjarðar en ekki taka ákvörðun um það á Alþingi hvernig eigi að framkvæma hana.