133. löggjafarþing — 63. fundur,  31. jan. 2007.

svæðisbundin fiskveiðistjórn.

401. mál
[15:22]
Hlusta

Jóhann Ársælsson (Sf):

Hæstv. forseti. Þetta er merkileg umræða og hún þarf virkilega að fara fram. Þær hugmyndir manna eru nefnilega alltaf að breytast sem hafa verið uppi á undanförnum árum um þessi mál. Fyrir árið 1990 var það skoðun Hafrannsóknastofnunar að það skipti ekki öllu máli hve stór hrygningarstofninn væri við landið. Breyting varð í kringum 1990 á þeirri afstöðu. Núna hafa menn bundið sig við tiltekna aflareglu. Ef þessi aflaregla er miðuð við það að einungis einn þorskstofn sé við landið, hljóta menn að fara að velta henni mikið fyrir sér þegar í ljós koma á hverju ári nýjar og nýjar ættkvíslir þorska, og hvort ofveiðin hljóti þá ekki að koma niður á þessum mismunandi ættkvíslum þannig að þær verði veiddar niður í eitthvert lágmark, sem er hættulegt. Menn þurfa að fara yfir þessa hluti alla aftur út frá þeirri afstöðu og (Forseti hringir.) sjónarmiðum sem lögð hafa verið til grundvallar fram að þessu.