133. löggjafarþing — 63. fundur,  31. jan. 2007.

vaxtarsamningur Vestfjarða.

528. mál
[15:39]
Hlusta

Jóhann Ársælsson (Sf):

Hæstv. forseti. Svar hæstv. ráðherra var ágæt kynning á þessum samningi sem er í sjálfu sér ágætur. En hann mun draga skammt til að breyta ástandinu á þessum svæðum. Eyðibyggðastefnan hefur gengið sinn gang á undanförnum árum og komið verst niður á þeim svæðum sem veikust eru fyrir. Það er t.d. auðveldast að ná veiðiheimildum frá fyrirtækjum á veikum stöðum og í veikri stöðu. Meðan sjávarútvegurinn átti við erfiðleika að etja notuðu öflugri staðir tækifærið til að ná veiðiheimildum af þessu svæði. Þannig er það enn.

Meðan fólkið í þessum sjávarútvegsbyggðum fær ekki að nýta auðlindina sem skóp þær þá mun þetta halda áfram.