133. löggjafarþing — 63. fundur,  31. jan. 2007.

bættir innheimtuhættir.

482. mál
[15:54]
Hlusta

viðskiptaráðherra (Jón Sigurðsson) (F):

Hæstv. forseti. Í rauninni kem ég aðeins til að endurtaka það að ég fagna þessari fyrirspurn. Ég tel þetta mikilsvert mál. Eins og kom fram í orðum mínum sé ég ekki alveg fyrir hvaða leið við finnum til að tryggja réttarstöðu skuldarans án þess að lenda í athugasemdum frá Samkeppnisstofnun eins og orðið hefur. Við verðum að finna þarna aðra leið sem tryggir þetta sama markmið. Og ég mun fela embættismönnum að byrja að vinna að því.