133. löggjafarþing — 64. fundur,  1. feb. 2007.

stjórn fiskveiða.

432. mál
[12:45]
Hlusta

Guðjón Hjörleifsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, frjálslyndir reyna allt til að brjóta kerfið upp og nú er það kílómetrinn frá landi sem ætti að veiða á. Við erum bara komin með alvörukerfi sem við ætlum að stjórna og ég tel að ferðamaðurinn sem kemur til lands að veiða viti ekkert hvort hann veiðir í kvótakerfi eða ekki. Það er rekstraraðilinn, aðilinn sem stjórnar fyrirtækinu, sem ákveður hvað þetta kostar. Ég hef mikla trú á því að þetta séu menn sem hafi efni á að borga mönnum vel fyrir og menn haldi áfram í þessu þrátt fyrir þetta frumvarp.

Eftirlitskerfið verður ekkert meira, þetta er sami bátur og hefur stundað veiðar, bara með öðrum hætti, í atvinnuskyni, og fer að veiða með ferðamanninn. Það er engin fjölgun þar og ég á ekki von á því að eftirlitskerfið þurfi að aukast út af þessu frumvarpi.