133. löggjafarþing — 64. fundur,  1. feb. 2007.

stjórn fiskveiða.

432. mál
[12:51]
Hlusta

Guðjón Hjörleifsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er rétt sem hv. þm. Jóhann Ársælsson segir, menn mega taka með sér í soðið. Ég tel að það sé allt mjög eðlilegt en það þarf náttúrlega að vera innan marka.

Við vitum að þarna er verið að byggja upp atvinnugrein og þarna eru sóknarfæri og miklir möguleikar. Ég held að við verðum bara að ræða hreint um þetta. Það þurfa allir að starfa í þessu kerfi og menn þurfa að vera með heimildir til að veiða. Við getum ekki haft neinar undanþágur frá því. Þetta mál finnst mér bara vera mjög einfalt gagnvart því kerfi sem við erum í í dag.