133. löggjafarþing — 65. fundur,  5. feb. 2007.

Varamenn taka þingsæti.

[15:04]
Hlusta

Forseti (Rannveig Guðmundsdóttir):

Borist hefur bréf frá 5. þm. Reykv. n., Helga Hjörvar, dagsett 1. febrúar sl. sem hljóðar svo:

„Þar sem ég verð í fæðingarorlofi á næstunni, sbr. 12. gr. laga um þingfararkaup og þingfararkostnað, nr. 88/1995, með síðari breytingum, og sæki ekki þingfundi óska ég eftir því með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa að 1. varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykv. n., Ellert B. Schram, fyrrverandi ritstjóri, taki sæti mitt á Alþingi á meðan.“

Ellert B. Schram hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðinn velkominn til starfa á ný.