133. löggjafarþing — 65. fundur,  5. feb. 2007.

stefna í loftslagsmálum.

[15:12]
Hlusta

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S):

Virðulegi forseti. Slíkri spurningu sem hér var varpað fram af hv. þingmanni verður að sjálfsögðu ekki svarað í óundirbúinni fyrirspurn.

En varðandi málið í heild sinni er Ísland þannig í sveit sett að það mun ekki skerast úr leik þegar kemur að því að ná samstöðu milli þjóða um losun gróðurhúsalofttegunda og það er bara misskilningur ef menn halda að Íslendingar hafi gengið öðrum framar í að menga umhverfi sitt eins og stundum er haldið fram eða skilja mætti á ákveðnum aðilum innan þings og utan. (Gripið fram í.) Það sem skiptir máli er að þjóðir heims taki höndum saman um að taka á þessum vanda og ekki mun standa á íslensku ríkisstjórninni í að vera með í því.