133. löggjafarþing — 65. fundur,  5. feb. 2007.

stefna í loftslagsmálum.

[15:13]
Hlusta

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (Sf):

Virðulegur forseti. Mér finnst merkilegt að hæstv. forsætisráðherra skuli ekki getað svarað þessu í óundirbúinni fyrirspurn. Þetta er búið að vera í umræðunni, ekki bara undanfarna daga heldur hefur legið fyrir frá 1995 að hverju stefndi í þessu efni. Þjóðarleiðtogar um allan heim hafa verið að tjá sig um þessi mál, Chirac Frakklandsforseti, Blair, forsætisráðherra Breta, Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, en forsætisráðherra Íslands hefur ekki gert upp hug sinn um hvert hann vilji stefna í þessum málum þar sem alþjóðasamfélagið er núna að taka höndum saman um að stefna að því að draga úr um 30%. Það eru sem sagt Bush og Geir Haarde sem standa eftir eins og saltstólpar í þessu máli og geta ekki tekið afstöðu til málsins meðan allir aðrir geta gert það.