133. löggjafarþing — 65. fundur,  5. feb. 2007.

bæklingur um málefni aldraðra.

[15:29]
Hlusta

Ásta R. Jóhannesdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Þetta er stefnumótun ráðherrans persónulega rétt fyrir kosningar, nokkrum mánuðum fyrir kosningar. Allur bæklingurinn gengur út á: Ég ætla að gera o.s.frv.

Ég óska hér eftir því að fá upplýsingar frá hæstv. ráðherra um þá styrki sem hafa farið úr sjóðnum, sundurliðað, hverjir hafa fengið þessa styrki og í hvað þeir hafa farið.

Það virðist vera mjög erfitt að fá upplýsingar um þá styrki sem fara úr sjóðnum. Í fyrravetur óskaði ég eftir sundurliðuðum upplýsingum og ég fékk svar á síðasta degi þingsins. Þegar verið var að slíta þinginu var þeim hent hér á borðið. Annars vegar var mjög erfitt að fá þessar upplýsingar, þær fundust ekki af því að þær voru einhvers staðar í geymslu, og hins vegar er búið að eyða upplýsingum um þá styrki sem komu úr sjóðnum. Það kemur fram í því svari sem ég fékk á síðasta degi þingsins í fyrra.

Ég óska eftir því frá hæstv. ráðherra að ég fái hér í (Forseti hringir.) vikunni sundurliðað svar um það hvaða styrkir hafi farið úr þessum sjóði og (Forseti hringir.) til hverra.