133. löggjafarþing — 66. fundur,  6. feb. 2007.

aðild starfsmanna að evrópskum samvinnufélögum.

450. mál
[14:03]
Hlusta

félagsmálaráðherra (Magnús Stefánsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég fór inn á það í ræðu minni. Ég veit ekki hvort hv. þingmaður (SigurjÞ: Jú, jú.) náði að hlusta á það vegna (SigurjÞ: Ég vil fá nánari skýringu.) hávaðans sem var í salnum. Hér er um að ræða frumvarp sem gerir ráð fyrir því að færa í lög tilskipun varðandi Evrópska efnahagssvæðið samkvæmt þingsályktunartillögu sem Alþingi hefur þegar samþykkt. Hér er um að ræða evrópsk samvinnufélög sem starfa á Evrópska efnahagssvæðinu í fleiri en einu landi. Hvað það varðar hvað muni reyna á þetta hér þá get ég ekki svarað því. Það er nokkuð sem verður bara að skýrast í framtíðinni. Ég hef ekki upplýsingar um það á þessari stundu hvernig þessi lög munu nákvæmlega virka hvað varðar Ísland.