133. löggjafarþing — 66. fundur,  6. feb. 2007.

skyldur erlendra fyrirtækja og starfskjör starfsmanna þeirra.

541. mál
[16:10]
Hlusta

félagsmálaráðherra (Magnús Stefánsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Fyrst varðandi búsetumálin og það allt saman þá svaraði ég því til áðan að eftir því sem ég kemst næst er starfshópurinn sem var skipaður í lok desember alveg um það bil að ljúka störfum. Mér skilst að það sé meiningin að fulltrúar hans komi jafnvel fyrir félagsmálanefnd í vikunni til að gera grein fyrir stöðu málsins, þannig að ég vona að það verði úr.

Varðandi stefnu ríkisstjórnarinnar um innflytjendamál þá hef ég sagt að mér þykir eðlilegt að þau mál verði rætt á Alþingi. Ég veit að við erum ekki sammála um það ég og hv. þingmaður með hvaða hætti það á að vera, en ég vænti þess að við fáum þá umræðu sem allra fyrst og ég hef frekar hallast að því að sú umræða eigi að verða umræða um skýrslu frekar en þingsályktun. En við erum ekki sammála um þetta og það verður bara að leysa úr því.