133. löggjafarþing — 66. fundur,  6. feb. 2007.

skyldur erlendra fyrirtækja og starfskjör starfsmanna þeirra.

541. mál
[16:13]
Hlusta

félagsmálaráðherra (Magnús Stefánsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Eftir því sem ég kemst næst þá er þetta ekki með þeim hætti sem hv. þingmaður nefndi. Það er hins vegar gert ráð fyrir að skattayfirvöld hafi leiðir til þess að fá þessar upplýsingar. Að öðru leyti held ég að mjög gott sé að um þetta atriði verði fjallað í félagsmálanefnd þar sem sérfræðingar munu koma og fara yfir þetta atriði.