133. löggjafarþing — 69. fundur,  12. feb. 2007.

frammíköll.

[15:28]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl):

Hæstv. forseti. Ég geri athugasemd við þá fundarstjórn hæstv. forseta að við úr þingflokki frjálslyndra fengum ekki að taka til máls í umræðunni áðan. Ég geri mér grein fyrir því að tíminn er takmarkaður en það hefði sjálfsagt verið hægt að hagræða því svo að einn af þingmönnum Frjálslynda flokksins hefði fengið að taka til máls og ég geri athugasemd við þessa fundarstjórn forseta.