133. löggjafarþing — 69. fundur,  12. feb. 2007.

frammíköll.

[15:29]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Um þetta vill forseti segja að sú regla gildir í þessari umræðu að þingmenn eru teknir á mælendaskrá í þeirri röð sem þeir biðja um orðið, og því miður er það svo að ekki komast allir þingmenn að í þessari umræðu þar sem samkvæmt þingsköpum er aðeins gert ráð fyrir 20 mínútum. Þetta hyggur forseti að hv. þingmönnum sé fullkunnugt um.