133. löggjafarþing — 72. fundur,  15. feb. 2007.

tilkynning um dagskrá.

[10:34]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Forseti vill láta þess getið að tvær utandagskrárumræður verða í dag. Hin fyrri hefst nú að loknum atkvæðagreiðslum og er um skýrslu um aðgang að opinberum gögnum um öryggismál Íslands 1945–1991. Málshefjandi er hv. þm. Bjarni Benediktsson. Hæstv. forsætisráðherra verður til andsvara.

Hin síðari hefst um kl. 1.30, að loknu hádegishléi, og er um rannsókn á bankakostnaði og samkeppnishindrunum. Málshefjandi er hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir. Hæstv. viðskiptaráðherra verður til andsvara. Umræðurnar fara fram samkvæmt 1. mgr. 50. gr. þingskapa og standa í hálfa klukkustund hvor.