133. löggjafarþing — 72. fundur,  15. feb. 2007.

samgönguáætlun fyrir árin 2007--2018.

575. mál
[11:41]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Forseti vill taka skýrt fram að hann er í fullum rétti í þessu máli og málsmeðferð. Það er auðvitað þannig við stjórn þingsins að forseti heldur reglulega fundi með þingflokksformönnum þar sem m.a. er samið um fyrirkomulag á umræðu sem þessari. Á þessum fundi í gær upplýsti ég um það að það væru andmæli við því að þessi tvö mál væru rædd saman og ég upplýsti jafnframt hver það væri sem hefði borið fram andmælin. Það nafn hefur komið hér fram í umræðunni. (ÖS: Af hverju kemur ekki Halldór Blöndal og stendur fyrir máli sínu?)