133. löggjafarþing — 72. fundur,  15. feb. 2007.

samgönguáætlun fyrir árin 2007--2018.

575. mál
[12:12]
Hlusta

Kristján L. Möller (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Sú samgönguáætlun sem hæstv. samgönguráðherra hefur flutt fram er mikil vexti og hún snýst um mikla peninga. Mitt andsvar snýst um trúverðugleika þessarar samgönguáætlunar með vísan til þess sem gerst hefur áður að við höfum séð stórar og miklar tölur settar fram á kosningaárum eins og nú er, sem síðan hefur ekki verið staðið við og þær verið felldar niður.

Með tilliti til þess að hæstv. forsætisráðherra, Geir H. Haarde, hefur sagt að pláss sé fyrir tvö eða þrjú álver, Straumsvík og Helguvík á næstu árum, þ.e. á sama tíma og áætlunin sem við erum að ræða, 2007–2010, þá er spurning mín til hæstv. ráðherra:

Ef framkvæmdir fara í gang í Straumsvík og Helguvík, mun þá vera hægt að treysta því að staðið verði við þessa samgönguáætlun fyrir sama tímabil eða verður framkvæmdum aftur frestað?