133. löggjafarþing — 72. fundur,  15. feb. 2007.

samgönguáætlun fyrir árin 2007--2018.

575. mál
[18:34]
Hlusta

samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vil nota tækifærið sem hér gefst til að leiðrétta þær rangfærslur sem hér voru hafðar í frammi. Ég var aldrei á móti því að Hvalfjarðargöng yrðu grafin, öðru nær. Ég var einlægur stuðningsmaður þeirra. Enda þótt Guðbjartur Hannesson, frambjóðandi Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, leyfi sér að halda slíku fram í blaðagrein þá finnst mér einkennilegt að hv. þm. Jóhann Ársælsson, sem var á þeim tíma samtíða mér í þinginu, skuli leyfa sér að halda því fram að ég sem bæjarstjóri í Stykkishólmi hafi verið á móti því að grafa göng undir Hvalfjörð. Það er fjarri öllu lagi. Ég vona sannarlega að hv. þingmaður dragi þessa yfirlýsingu til baka. Hún er röng.