133. löggjafarþing — 72. fundur,  15. feb. 2007.

samgönguáætlun fyrir árin 2007--2018.

575. mál
[18:55]
Hlusta

Jóhann Ársælsson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þessar hugmyndir eru ekki lagðar fram til gamans. Mér er full alvara með þeim. Ég tel að þau rök sem hv. þingmaður notaði til að ná því fram að farið var í Héðinsfjarðargöng eigi fullkomlega við um þau göng sem verið er að tala um til að tengja saman byggðir norðanlands.

Byggðin fyrir norðan þarf á því að halda að hafa góðar og greiðar samgöngur við Eyjafjarðarsvæðið. Akureyri verður ekki höfuðstaður Norðurlands nema þær samgöngur séu góðar og greiðar. Mér finnst það satt að segja svolítið undarlegt af hv. þm. Halldóri Blöndal, sem var aðalhvatamaðurinn að Héðinsfjarðargöngunum, að hann skuli ekki skilja rökin fyrir því að tengja þetta svæði við Akureyri sem við erum þarna að tala um. Mér finnst það undarlegt.