133. löggjafarþing — 72. fundur,  15. feb. 2007.

samgönguáætlun fyrir árin 2007--2018.

575. mál
[21:59]
Hlusta

Kristján L. Möller (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get enn einu sinni þakkað hv. þm. Halldóri Blöndal fyrir innlegg hans í umræðuna. Ég hlustaði með athygli á það sem hann sagði um Dettifossveg og það svæði. Ég verð að játa að ég var ekki eins vel inni í því eins og hann.

Ástæða mín fyrir stuttu andsvari nú var að spyrja hv. 2. þm. Norðausturkjördæmis og vin minn út í það hvort honum finnist það nægjanlegt að Norðfjarðargöng verði ekki tilbúin fyrr en 2013, ef áætlunin gengur fram.