133. löggjafarþing — 73. fundur,  19. feb. 2007.

samgönguáætlun fyrir árin 2007--2010.

574. mál
[16:04]
Hlusta

samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það væri fróðlegt að vita hvort hv. þingmaður er á móti því að við styrkjum ferjusiglingar til Grímseyjar, svo tekið sé dæmi, það væri fróðlegt að vita það. (KLM: Nei, …) Og einnig hvort þingmaðurinn hafi ekki tekið eftir því að það er verið að grafa jarðgöng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar og það er búið að opna jarðgöng milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar og um Almannaskarð og það hafa staðið yfir framkvæmdir um allt land. Hefur þingmaðurinn ekki farið um Tjörnes t.d.? Hér er stöðugt talað eins og það hafi verið eingöngu niðurskurður.

Það er verið að reyna að blekkja þjóðina og það er alveg stórundarlegt ef Samfylkingin ætlar að ganga til þessara kosninga með það eina vopn að reyna að telja þjóðinni trú um að þeir hlutir sem hafa verið að gerast hafi ekki verið að gerast. Það hefur verið í gangi meiri framkvæmdahrina á sviði samgöngumála en nokkru sinni hefur áður verið og við ætlum okkur (Forseti hringir.) að halda því áfram, virðulegur forseti.