133. löggjafarþing — 73. fundur,  19. feb. 2007.

samgönguáætlun fyrir árin 2007--2010.

574. mál
[18:53]
Hlusta

Anna Kristín Gunnarsdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég verð að segja að mér finnst það frekar klént hjá hæstv. ráðherra, sem hlýtur að eiga að marka stefnuna í því hvernig mál þróast, að vera að reyna að koma sök yfir á flugfélag og Flugmálastjórn. Það hlýtur að vera hlutverk hæstv. ráðherra í samvinnu við samgöngunefnd og þingið að setja stefnuna og setja markið á viðunandi hátt, sem að sjálfsögðu hefur ekki verið gert í þessu efni frekar en öðrum þar sem metnaðarleysi ræður ríkjum, svo ég noti nú ekki sterkari orð sem mig eiginlega langar til þess að nota. Ég ætla að sleppa því.