133. löggjafarþing — 73. fundur,  19. feb. 2007.

málefni aldraðra.

559. mál
[21:33]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það var nokkuð merkilegt að heyra svarið við andsvari hv. þm. Kristjáns Möllers. Hæstv. ráðherra upplýsti að ríkisstjórnin hefði rætt þetta mál í sínum hópi en ekki tekið það sérstaklega upp vegna umræðu stjórnarandstöðunnar.

Ég spyr hæstv. ráðherra: Ef þetta atriði var rætt í ríkisstjórninni og menn töldu það eðlilegt og réttlætanlegt hvers vegna í ósköpunum lögðu menn þetta frumvarp ekki fram fyrir áramót og létu skattstofninn taka gildi frá og með 1. janúar 2007 en ekki 2008? Þarf alltaf að sparka í rassinn á ríkisstjórninni til þess að hún geri eitthvað?