133. löggjafarþing — 73. fundur,  19. feb. 2007.

málefni aldraðra.

559. mál
[21:36]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta svar var eiginlega enn merkilegra en það fyrra. Hæstv. ráðherra tók sérstaklega fram að þessi aðgerð hefði ekki komið til þegar verið var að ræða Ríkisútvarpið ohf. heldur ætti upptök sín í þeim lögum sem verið er að leggja til breytingar á. Fyrri staðhæfing stendur þá, ekki þótti ástæða til að taka þetta mál upp fyrr en vakin var athygli á því af hálfu stjórnarandstöðunnar.

En guð láti gott á vita, ég tek undir það með hæstv. ráðherra. Ég held að það þvælist ekki mikið fyrir okkur að fara með þetta í gegnum þingið.