133. löggjafarþing — 73. fundur,  19. feb. 2007.

málefni aldraðra.

559. mál
[22:10]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta var nú nokkuð merkilegt. Þetta er samstarfsflokkur Framsóknarflokksins í ríkisstjórn sem stjórnar í sveitarfélögunum í Reykjavík, Garðabæ og Kópavogi eða er ekki svo, hæstv. forseti? (Gripið fram í: Og Seltjarnarnes líka.) Sjálfur Sjálfstæðisflokkurinn.

Þannig að það er greinilegt að hægri höndin veit ekki hvað sú vinstri gerir í samstarfi ríkis og sveitarfélaga ef þessar fullyrðingar ráðherrans eru réttar. Ég get svo sem ekkert dregið það í efa, hef engin rök til þess.

En það sýnir að forgangsröðun ráðandi flokka í ríkisstjórninni er sú að draga úr þjónustu við eldri borgara. Það var ákaflega merkilegt að hæstv. heilbrigðisráðherra skuli gefa slíka yfirlýsingu hér.