133. löggjafarþing — 74. fundur,  20. feb. 2007.

stofnun hlutafélags um Orkubú Vestfjarða og Rafmagnsveitur ríkisins.

570. mál
[16:14]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég mun að sjálfsögðu svara erindum ef þau berast en hvernig ég svara þeim get ég ekki sagt um þar sem ég hef ekki séð þau og ekkert nema eðlilegt við það, tel ég.

Ég hef þegar svarað hv. þingmanni hvað varðar virkjunarleyfin fyrir norðan, í Skagafirði. Þau fylgja auðvitað áfram Rarik, en eins og hann hefur ítrekað bent á mun eignarforræðið með Rarik vera á höndum Landsvirkjunar og Rariks, dótturfélags þess. Ég veit ekki um að þar séu neinar sérstakar fyrirætlanir um að breyta því sem þar er í gangi núna. Ég held að það sé algjörlega ástæðulaust fyrir hv. þingmann að velta sér sérstaklega upp úr einstökum hlutum eins og þessum og gera þá tortryggilega. Við verðum að sjá hvernig þessi mál eins og önnur þróast í þessum efnum, hv. þingmaður jafnt og aðrir.