133. löggjafarþing — 74. fundur,  20. feb. 2007.

tollkvótar við innflutning landbúnaðarafurða.

621. mál
[18:08]
Hlusta

Anna Kristín Gunnarsdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hæstv. landbúnaðarráðherra sagði áðan úr þessum stóli að forsvarsmenn bænda hefðu hafnað samráði við Samfylkinguna. Vera kann að svo sé en það er þá líka alvarlegt mál og ábyrgðarhluti hjá þeim mönnum sem axla ábyrgð fyrir hönd samtaka sinna að hafna samráði við næststærsta stjórnmálaflokk landsins.

Ég ætla líka að minna hæstv. ráðherra á það að í Danmörku sem er í næsta nágrenni við okkur og er velferðarríki á borð við Íslands er 25% virðisaukaskattur á matvæli en þar eru matvæli samt sem áður mun ódýrari en á Íslandi.