133. löggjafarþing — 74. fundur,  20. feb. 2007.

lokafjárlög 2005.

440. mál
[19:08]
Hlusta

Margrét Frímannsdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get tekið undir það að þetta lítur ekki vel út. Þetta lítur reyndar alveg hörmulega út fyrir vinnubrögð þingsins að gengið sé þannig frá málum að ekki sé hægt að manna nefndir. Meiri hlutinn, sem þarna var ekki einu sinni í meira hluta, á sex fulltrúa af 11 í þessari nefnd, fjárlaganefnd, en þarna eru aðeins fjórir mættir og þar af einn varamaður. Ég spyr hv. þingmann: Lá svo mikið á að afgreiða málið, þarna er ekki um gífurlegar breytingar að ræða, að ekki hefði mátt bíða með það eða a.m.k. sýna lokafjárlögum þann sóma að manna nefndina áður en þau voru afgreidd?