133. löggjafarþing — 74. fundur,  20. feb. 2007.

lokafjárlög 2005.

440. mál
[19:09]
Hlusta

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Drífa Hjartardóttir) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er nú svo að stundum er illa mætt í nefndir og þar ekki bara við stjórnarliða að sakast því að stjórnarandstaðan mætir oft ekkert mjög vel. Mér finnst ekki ástæða til að gera athugasemd við það að varamaður komi inn í fjárlaganefnd. Það eru yfirleitt ekki gerðar athugasemdir við slíkt. Þingmaður er kosinn á Alþingi Íslendinga, hann er kjörgengur í allar nefndir nema í utanríkismálanefnd því að í þá nefnd eru varamenn kosnir sérstaklega. Mér finnst ekki við hæfi að gera athugasemdir við það þótt aðrir þingmenn komi í nefndir því að það er þeirra starf. Ég vil bara halda því til haga að þingmaður er fullgildur í nefndir ef hann er kallaður til.