133. löggjafarþing — 75. fundur,  21. feb. 2007.

tilkynning um dagskrá.

[12:00]
Hlusta

Forseti (Rannveig Guðmundsdóttir):

Forseti vill láta þess getið að tvær utandagskrárumræður verða í dag. Hin fyrri hefst nú strax, áður en gengið verður til dagskrár, og er um þróun kaupmáttar hjá almenningi. Málshefjandi er hv. þm. Guðjón Ólafur Jónsson. Hæstv. fjármálaráðherra Árni M. Mathiesen verður til andsvara.

Hin síðari hefst um klukkan hálffjögur og er um meðferðarúrræði fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga. Málshefjandi er hv. þm. Margrét Frímannsdóttir. Hæstv. heilbrigðisráðherra Siv Friðleifsdóttir verður til andsvara.

Umræðurnar fara fram samkvæmt 1. mgr. 50. gr. þingskapa og standa í hálfa klukkustund hvor.