133. löggjafarþing — 75. fundur,  21. feb. 2007.

Norræni blaðamannaskólinn.

577. mál
[14:26]
Hlusta

Rannveig Guðmundsdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Eins og hv. þm. Mörður Árnason tók ég eftir þessari frétt og furðaði mig á henni. Ég verð að segja að mér fannst það svar sem hæstv. menntamálaráðherra gaf hér ekki vera viðhlítandi varðandi þá breytingu sem gerð var núna. Ég skildi ráðherrann þannig að ekki væri verið að taka aðila úr hinum samtökunum, Samtökum iðnaðarins eða útgefenda, heldur einstakling sem hæstv. ráðherra metur að sé góður. Það sem er að gerast er að ráðherrann er að brjóta það sem Blaðamannafélagið telur venju og eftir þeim upplýsingum sem liggja fyrir er ekki verið að brjóta þá venju annars staðar á Norðurlöndum. Verið er að flytja blaðamannaskólann undir háskólann í Árósum en að öðru leyti er ekki verið kollvarpa starfseminni þar. Það vekur því mikla furðu mín hvert svar ráðherrans er.