133. löggjafarþing — 77. fundur,  22. feb. 2007.

tilkynning um dagskrá.

[10:31]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Forseti vill láta þess getið að tvær utandagskrárumræður verða í dag. Hin fyrri hefst strax á eftir, áður en gengið er til dagskrár, og er um skýrslu Hagstofunnar um lágtekjumörk og tekjudreifingu 2003–2004. Málshefjandi er hv. þm. Sigurjón Þórðarson. Hæstv. forsætisráðherra Geir H. Haarde verður til andsvara.

Hin síðari hefst um klukkan hálftvö, að loknu hádegishléi, og er um virkjunarframkvæmdir í neðri Þjórsá. Málshefjandi er hv. þm. Björgvin G. Sigurðsson. Hæstv. umhverfisráðherra Jónína Bjartmarz verður til andsvara. Umræðurnar fara fram samkvæmt 1. mgr. 50 gr. þingskapa og standa í hálfa klukkustund hvor.