133. löggjafarþing — 78. fundur,  26. feb. 2007.

varamenn taka þingsæti.

[15:01]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Borist hafa tvö bréf um forföll þingmanna. Hið fyrra er frá þingflokksformanni sjálfstæðismanna, Arnbjörgu Sveinsdóttur, dags. 22. febrúar sl., og hljóðar svo:

„Þar sem Katrín Fjeldsted, 1. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, getur ekki setið lengur á þingi að þessu sinni sem varamaður Björns Bjarnasonar óska ég eftir því með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa að 2. varamaður á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, Ingvi Hrafn Óskarsson, taki sæti á Alþingi í hennar stað.“

Síðara bréfið er frá 3. þm. Reykv. n., Guðrúnu Ögmundsdóttur, dags. 22. febrúar 2007, og hljóðar svo:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér með vísan til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að 1. varamaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, Ellert B. Schram, fyrrverandi ritstjóri, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

 

Ingvi Hrafn Óskarsson og Ellert B. Schram hafa áður tekið sæti á Alþingi og eru boðnir velkomnir til starfa á ný.