133. löggjafarþing — 78. fundur,  26. feb. 2007.

umræðuefni í athugasemdum.

[15:30]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Forseti hefði haldið að hún þyrfti ekki að útskýra hvaða reglur giltu um umræðu um störf þingsins og að hv. þingmanni eins og öðrum hv. þingmönnum væri kunnugt um það. Það er auðvitað þannig að sérstök regla gildir um þennan þátt í þingsköpum og þingmenn eru einfaldlega teknir á mælendaskrá í þeirri röð sem þeir óska eftir að taka til máls. Forseti spyr ekki hv. þingmenn að því hvað þeir ætla að ræða um efnislega. Þingmenn hafa rétt á því að taka til máls. Þar fyrir utan er sérstakur liður sem heitir utandagskrárumræða, en þeirri umræðu er þannig háttað að málshefjandi og hæstv. ráðherra komast aftur að í lok þeirrar umræðu og hún er bundin við ákveðið málefni. Svo er ekki um störf þingsins.