133. löggjafarþing — 79. fundur,  27. feb. 2007.

virðisaukaskattur.

558. mál
[15:19]
Hlusta

Össur Skarphéðinsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég er sannfærður um að afstaða formanns þingflokks Samfylkingarinnar hefur á stundum orðið hv. þingmanni hryggðarefni. Það verður engin breyting á því varðandi þetta tiltekna mál. Ég get haft ákaflega skýr rök fyrir afstöðu minni í þessu.

Hins vegar er krafa hv. þingmanns alveg sjálfsögð, að hæstv. heilbrigðisráðherra komi og geri grein fyrir muninum á sinni stefnu og þeirrar stofnunar sem hún fer með yfirstjórn fyrir. Það finnst mér sjálfsagt. Hún er í húsinu er mér bent á, og hímir hér í afhýsi. Það er sjálfsagt að hún komi og geri grein fyrir þessu, alveg eins og ég mun gera grein fyrir afstöðu minni í spennuþrunginni ræðu vonandi á eftir.

En hitt verð ég að segja, að ég er algjörlega ósammála hv. þingmanni að þetta sé mikilvægara mál en sú staðreynd að allt bendir til þess að ríkisstjórnin sé að svíkja þau loforð sem hún gaf um verulega lækkun á matarkostnaði heimilanna. Það er þess vegna sem hv. þingmaður og hinn skeleggi formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (Forseti hringir.) ætti að vera hér og rífa sig niður í rassinn. (Forseti hringir.) Það er náttúrlega nokkuð sem við getum hvorugur fallist á.