133. löggjafarþing — 80. fundur,  28. feb. 2007.

aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu.

548. mál
[12:32]
Hlusta

Jón Gunnarsson (Sf):

Frú forseti. Við erum afar langt frá því að uppfylla þau skilyrði sem við náum ekki að uppfylla í dag og svo langt frá því að uppfylla þau að það gefur okkur mjög skýrt til kynna hver óstöðugleikinn hefur verið hér hvað varðar gengismálin, hvað varðar vextina, og ég held að öllum sé ljóst sem skoða stöðuna eins og hún er á Íslandi í dag og bera hana saman við þann stöðugleika sem ríkir á flestum sviðum í Evrópusambandinu hvað þessi óstöðugleiki kostar landsmenn miklar fúlgur fjár.

Ég átti þess kost að funda fyrir nokkrum vikum síðan með Evrópunefndum Eystrasaltsríkjanna. Þar voru menn mjög nálægt því að uppfylla öll þau skilyrði sem sett eru fyrir því að gerast aðili að Myntbandalagi Evrópu en við á Íslandi erum langt langt frá því enn þá.