133. löggjafarþing — 80. fundur,  28. feb. 2007.

hækkun raforkugjalda.

563. mál
[13:32]
Hlusta

Anna Kristín Gunnarsdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Það var athyglisvert að heyra úr munni hæstv. ráðherra að 25% af notendum raforku eða viðskiptavinum Rariks hefðu orðið fyrir hækkunum af völdum þeirra breytinga sem ríkisstjórnin leiddi í lög. Þessi 25% eru eðli málsins samkvæmt íbúar landsbyggðarinnar og þar með taldir atvinnurekendur úti á landsbyggðinni, atvinnurekendur sem af mörgum öðrum ástæðum búa við mjög erfiðan kost og það var þá það sem þeir þurftu helst líklega, að fá 25% hækkun ofan á raforkureikningana sína.

Ég kom fyrst og fremst í ræðustól til að vekja athygli á aðstæðum bænda sem eru einmitt meðal þeirra sem hafa orðið fyrir mestum skakkaföllum af þessum völdum og máttu þeir þó alls ekki við því, sérstaklega ekki sauðfjárbændur sem (Forseti hringir.) búa við verri hag en aðrir bændur.