133. löggjafarþing — 80. fundur,  28. feb. 2007.

bólusetningar gegn leghálskrabbameini.

585. mál
[14:24]
Hlusta

Bryndís Haraldsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Lögð var fram mjög áhugaverð fyrirspurn sem snýr að bólusetningu sem gæti komið í veg fyrir leghálskrabbamein. Þetta eru mjög áhugaverðar niðurstöður úr læknarannsóknum og ég vil þakka hv. þm. Sæunni Stefánsdóttur fyrir að vekja máls á þessu á þinginu.

Krabbamein í leghálsi er nokkuð algengt þrátt fyrir að reglubundin leit hafi skilað mjög miklum árangri. Bólusetning yrði svo sannarlega frábært og stórt skref til að fækka enn frekar krabbameinstilfellum. Ég vil þakka hæstv. heilbrigðisráðherra fyrir að koma málinu í farveg og tel mikilvægt að vel sé fylgst með framvindu þess.