133. löggjafarþing — 82. fundur,  28. feb. 2007.

virðisaukaskattur.

558. mál
[16:24]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Enn einn fagnaðardagurinn er að renna upp. Hér sjáum við síðasta skrefið í sífelldum skattalækkunum ríkisstjórnarinnar á undanförnu kjörtímabili. Við ræðum um lækkun á virðisaukaskatti og alls konar aðgerðir sem við erum að grípa til. Þetta er lækkun virðisaukaskatts úr 24,5% niður í 7% og 14% niður í 7% lækkun vörugjalda, og síðan ræðum við tollkvótana. Allt er þetta þáttur í því að lækka vöruverð sem mun lækka umtalsvert á morgun. Menn deila um það hversu mikið en það verður örugglega eitthvað sem almenningur mun finna mjög vel fyrir.