133. löggjafarþing — 83. fundur,  1. mars 2007.

varnir gegn landbroti.

637. mál
[15:21]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Jón Sigurðsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mér er ljúft að nota tækifærið og árétta og taka undir orð hæstv. landbúnaðarráðherra. Við munum áfram beita okkur fyrir því að tekið verði upp ákvæði í stjórnarskrána um sameign á auðlindum sem styrkir og staðfestir löggjafarvald Alþingis um afnota- og nýtingarrétt, eins og t.d. í núgildandi fiskveiðistjórnarkerfi. Hins vegar tel ég nauðsynlegt að leiðrétta ákveðinn misskilning sem virðist ráða hugarfari og hugskoti hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar. Hann stjórnar ekki flokksþingi framsóknarmanna. Það er lýðræðisleg fjöldasamkoma og hún ansar ekki hrópyrðum frá honum.