133. löggjafarþing — 83. fundur,  1. mars 2007.

yfirlýsing gegn stuðningi við innrásina í Írak.

13. mál
[16:55]
Hlusta

Jón Kristjánsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég sé að leikaraskapurinn ríður ekki við einteyming hér í hv. Alþingi. Þessar upplýsingar hafa þráfaldlega komið fram í þingræðum áður og hv. 9. þingmaður Suðurkjördæmis er góður leikari, ég segi það bara. Það er alveg ljóst (MÞH: Ég er ekkert að leika þetta.) að þessi yfirlýsing var kynnt í ríkisstjórn á sínum tíma, sú ákvörðun var tekið með nákvæmlega sama hætti og áður hafði verið gert í svipuðum tilfellum og ríkisstjórninni var kynnt þessi ákvörðun og henni var ekki mótmælt. Menn hafa svo velt sér fram og aftur upp úr þessum dagsetningum en þær upplýsingar hafa komið fram ótal sinnum áður. Ég er því ekki að segja nein tíðindi hér. Þetta er bara nákvæmlega það sem skeði.