133. löggjafarþing — 83. fundur,  1. mars 2007.

yfirlýsing gegn stuðningi við innrásina í Írak.

13. mál
[17:36]
Hlusta

Sæunn Stefánsdóttir (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég tók einmitt síðastnefnda atriðið fyrir í ræðu minni áðan, það er nefnilega akkúrat það að læra af þessu máli og horfa til framtíðar. Það er alveg ljóst að í alþjóðasamfélaginu er það fram undan að takast á við óveðursský sem hrannast upp í Miðausturlöndum. Mér finnst því einhlítt að þau mál séu rædd og gerði ég tilraun til þess í ræðu minni áðan.

Mér finnst að við Íslendingar eigum að lýsa því yfir að við munum ekki standa að álíka árás, innrás eins og gerð var í Írak á sínum tíma. Það er afstaða mín í málinu.