133. löggjafarþing — 83. fundur,  1. mars 2007.

varnir gegn landbroti.

637. mál
[18:22]
Hlusta

Össur Skarphéðinsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég er bara aumur formaður þingflokks. Ég sit að vísu í stjórnarskrárnefnd hæstv. forsætisráðherra. Þar var sú tillaga samþykkt sem ég lýsti áðan. Henni var beint til forsætisráðherra og skila um áfangaskýrslu og ég hef aldrei heyrt þetta sem hv. þingmaður fór með áðan. Ég hef ekki séð þetta afbrigði og mér kemur satt að segja mjög á óvart ef þetta hefur komið af fundi leiðtoga stjórnmálaflokkanna. Ég hef sem sagt ekki hugmynd um það. Stjórnarskrárnefndinni hefur ekki verið gert það kunnugt og ef þetta er svona er það alveg hárrétt sem hv. þingmaður er að segja og það er í töluvert öðru formi en nefndin var samþykk. Ég ítreka það bara, ég hef ekki hugmynd um þetta, hef aldrei heyrt þetta áður.