133. löggjafarþing — 83. fundur,  1. mars 2007.

samningur um afmörkun hafsvæðisins milli Íslands og Færeyja.

640. mál
[18:30]
Hlusta

heilbrigðisráðherra (Siv Friðleifsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir mjög jákvæða nálgun hv. þingmanns en mig langaði aðeins að koma því á framfæri hvað varðar þennan gagnkvæma veiðirétt, að hann gildir einungis um hluta svæðisins, þ.e. syðsta hlutann en ekki alveg allt svæðið, bara svo enginn misskilningur verði.

En að öðru leyti vil ég þakka hv. þingmanni Steingrími J. Sigfússyni fyrir afar jákvæða nálgun á málið eins og hans var svo sem von og vísa, enda mikill áhugamaður um gott vestnorrænt samstarf sérstaklega.